Employers search

About Us

COWI er alþjóðlegt ráðgjafarfyrirtæki með höfuðstöðvar í Danmörku og yfir 8.000 starfsmenn sem vinna að um 10.000 verkefnum að staðaldri víða um heim. Í samvinnu við viðskiptavini vinnum við að því að móta þjónustu og lausnir á sviði sjálfbærni sem bæta lífsgæði fólks og komandi kynslóða. Þjónustusviðið okkar nær yfir verkfræði, arkitektúr, orku og umhverfismál.


Við trúum því að velsæld stuðli að betri frammistöðu og að betri frammistaða ýti undir vellíðan. Ef þú hefur áhuga á að ganga til liðs við okkur munt þú starfa með fólki sem er ávallt reiðubúið að rétta fram hjálparhönd. Okkar helsta hvatning er að skapa vinnustað framtíðarinnar; umhverfi þar sem fólk fær að vaxa og dafna. Og þótt að verkefnin okkar séu stór og jafnvel alvarleg þá tökum við okkur sjálf mátulega hátíðlega.


Ef þú gengur til liðs við okkur verður þú hluti af alþjóðlegu samfélagi sérfræðinga þar sem gagnkvæm miðlun á þekkingu fer fram. Þú færð einnig tækifæri til þess að vinna þvert á landamæri og breyta áskorunum í sjálfbærar lausnir. Auk þess er starfsþróun mikilvægur þáttur sem við sinnum vel fyrir hvern og einn starfsmann. Allt þetta stuðlar að því að þú fáir að þróast og þroska nýja hæfni og við fáum verðmætan starfskraft með haldbæra þekkingu. Þannig erum við öll í fararbroddi grænna umskipta.