Employers search
About Us
Framkvæmdasýslan og Ríkiseignir sameinuðu nýverið krafta sína undir heitinu Framkvæmdasýslan-Ríkiseignir (FSRE). Sameinuð stofnun þróar og rekur aðstöðu á vegum ráðuneyta, stofnana og annarra ríkisaðila og gegnir með því mikilvægu hlutverki í þjónustu við borgarana.
Eignasafn FSRE samanstendur af 530 þúsund m² húsnæðis í 380 eignum auk um 300 jarða og landsvæða. Um þessar mundir vinnum við að um 130 þróunarverkefnum sem snerta flest svið mannlífsins; s.s. heilbrigðis- og velferðarmál, menningu, menntun, löggæslu, dómskerfi, náttúru og friðlýst svæði. Framundan eru spennandi tímar í þróun sameinaðrar stofnunar. Við leitum því að jákvæðuog drífandi fólki sem hefur brennandi áhuga á að taka þátt í vegferðinni með okkur.