About Us
Hekla sérhæfir sig i sölu og þjónustu á nýjum og notuðum bílum frá Audi, Volkswagen, Skoda, Mitsubishi og Ora. Allt eru þetta framleiðendur sem þekktir eru um allan heim fyrir framúrskarandi gæði og áreiðanleika.
Hjá Heklu starfar samstilltur hópur reyndra starfsmanna sem hafa það að leiðarljósi að veita framúrskarandi þjónustu og ráðgjöf.
Öflug liðsheild einkennir fyrirtækið sem hefur undanfarin ár verið leiðandi í sölu og viðhaldi á vistvænum bílum.
Við bjóðum upp á alhliða bifreiðaþjónustu og búum yfir einu best búna bifreiðaverkstæði landsins þar sem starfa þrautþjálfaðir bifvélavirkjar.
Nýjar höfuðstöðvar Heklu í Garðabæ eru í mótun, þar sem áhersla verður lögð á fyrsta flokks starfsaðstöðu og gott vinnuumhverfi. Vonir standa til að nýtt húsnæði verði tekið í notkun í lok árs 2025.