Employers search

About Us

Kassi.is var stofnaður fyrir um aldarfjórðungi sem fyrsta sölu- og netmarkaðstorg á Íslandi. Síðan þá hafa yfir 60.000 fyrirtæki og einstaklingar selt hluti hjá okkur.


Kassi.is gengur nú í endurnýjaða lífdaga. Um þessar mundir höfum við endurhannað kerfið og opnum fyrir nýja þjónustu þar sem við sérhæfum okkur í uppboðsmiðlun að norrænni fyrirmynd. Miðlarar sjá um uppboðsferlið fyrir seljendur, með áherslu á heildarlausn, einfalt ferli og örugg viðskipti.


Markmið okkar er að bjóða framúrskarandi þjónustu og hámarka verðmæti fyrir seljendur en jafnframt leyfa kaupendum að keppast um besta verðið.


Kassi.is – samfélagsábyrgð.

Hringrás góðvildar – fjáröflun til framtíðar.

Uppboðsmiðlunin Kassi.is býður nýja leið til að styðja íþrótta– og góðgerðafélög í fjáröflun. Fyrirtæki og einstaklingar gefa hluti á góðgerðauppboð þar sem allt söluandvirðið rennur beint til félaganna. Sjálfbært kerfi góðvildar sem styrkir hagsmuni allra – gefenda, kaupenda og félaganna en einnig umhverfisins – í anda hringrásar hagkerfisins.