Eimskip á Patreksfirði leitar að ábyrgum meiraprófsbílstjóra með aukin ökuréttindi til að sinna vörudreifingu á sunnanverðum Vestfjörðum. Starfið felur í sér akstur flutningabíla, lestun og losun, sem og samskipti við viðskiptavini.
Starfið tilheyrir Innanlandssviði Eimskips, en á sviðinu starfa um 400 starfsmenn í fjölbreyttum störfum á 18 starfsstöðvum víðs vegar um landið. Sviðið er leiðandi í innanlandsflutningum og vörudreifingu, og sinnir jafnframt vöruhúsa- og frystigeymsluþjónustu.
Starfs- og ábyrgðarsvið:
- Akstur flutningabíla, lestun og losun
- Samskipti við viðskiptavini
- Önnur tilfallandi verkefni
Menntunar- og hæfniskröfur:
- Meirapróf (CE) er skilyrði
- Lyftararéttindi er kostur
- ADR réttindi eru kostur
- Framúrskarandi þjónustulund og jákvæðni
- Hæfni í mannlegum samskiptum og sjálfstæð vinnubrögð
Fríðindi í starfi:
- Öflugt starfsmannafélag sem rekur m.a. orlofshús víðsvegar um landið
- Heilsu- og hamingjupakki fyrir starfsfólk sem inniheldur m.a. heilsuræktarstyrk, sálfræðiþjónustustyrk, samgöngustyrk og fleira
Umsækjandi sem er ekki með lyftararéttindi hefur möguleika á að fara á námskeið á vegum Eimskips.
Nánari upplýsingar um starfið veitir Jóhanna Ósk Halldórsdóttir, svæðisstjóri á Vestfjörðum, jhall@eimskip.com.
Umsóknarfrestur er til og með 4. maí 2025.
Hreint sakavottorð og 18 ára aldur er skilyrði fyrir ráðningu hjá Eimskip.
Eimskip leggur áherslu á jafnrétti, heilsu og vellíðan starfsfólks þar sem markvisst er unnið í samræmi við jafnréttisáætlun að jafnri stöðu óháð kyni og leitast eftir því að hafa vinnuumhverfið sem öruggast og heilsusamlegast.
Í anda jafnréttisstefnu Eimskips eru öll kyn hvött til að sækja um.