Við leitum að rafvirkjum til starfa í landeldisstöð félagsins í Þorlákshöfn.
Um er að ræða spennandi tækifæri til að taka þátt í uppbyggingu og rekstri á einum mikilvægustu innviðum stöðvarinnar. Um er að ræða framtíðarstarf á tæknisviði félagsins.
Helstu verkefni og ábyrgð
- Uppsetning og viðhald rafkerfa
- Þátttaka í prófunum og gangsetningu rafbúnaðar
Menntunar- og hæfniskröfur
- Sveinspróf í rafvirkjun eða rafeindavirkjun
- Reynsla af störfum við uppsetningu og viðhald rafkerfa
- Rík öryggisvitund
- Skipulögð, sjálfstæð og öguð vinnubrögð
- Frumkvæði í starfi og umbótahugsun
- Jákvæðni og hæfni í samskiptum
Nánari upplýsingar veitir Ágúst Örn Grétarsson, verkstjóri rafmagns, agust.orn@firstwater.is
First Water er framsækið íslenskt nýsköpunarfyrirtæki sem vinnur að uppbyggingu laxeldis á landi, og nýtir til þess náttúruauðlindir Íslands á sjálfbæran hátt. Lykillinn að velgengni félagsins mun liggja í mannauði þess og leggur félagið því ríka áherslu á öflugan hóp reynslumikils og drífandi starfsfólks.