Ertu skipulögð/ur, lausnamiðuð/aður og vilt taka þátt í að byggja framtíðina með öflugu teymi?
Við leitum að öflugum einstaklingi í hlutverk framleiðslustjóra á einu af verkstaðum okkar. Framleiðslustjóri gegnir lykilhlutverki í daglegri framkvæmd verksins og er nátengdur allri stjórnun og framvindu. Í starfinu felst að leiða fjölbreyttan og hæfileikaríkan hóp, halda utan um áætlanir, tryggja öryggi og gæði og vinna þétt með staðarstjóra að því að verkefnið gangi hnökralaust fyrir sig.
Þetta er spennandi tækifæri fyrir leiðtoga sem hefur brennandi áhuga á framkvæmdum og lausnamiðaðri hugsun á lifandi og krefjandi byggingarsvæði.
Helstu verkefni
- Magntaka og rýni verkgagna með tilliti til tæknilegra úrlausna og, eftir atvikum, þátttaka í tilboðsgerð
- Gerð verkáætlana og skipulagning framkvæmda í nánu samstarfi við staðarstjóra og teymi
- Þátttaka í verkfundum, upplýsingagjöf til verkkaupa og samskipti við eftirlitsaðila
- Gerð vinnuteikninga og þróun hagkvæmra og framkvæmanlegra lausna fyrir einstaka verkþætti
- Áætlanagerð og framkvæmd innkaupa í samráði við innkaupadeild
- Uppfærsla og eftirfylgni með öryggis-, heilsu- og umhverfisáætlunum (ÖHU)
- Skráning, útreikningar og utanumhald á aukaverkum og breytingum frá samningi
- Greining framvindu og gerð reglulegra skýrslna um stöðu verks
- Virk þátttaka í umbótastarfi og innleiðingu nýrra lausna og verklags
Hæfniskröfur og menntun
- Háskólapróf í byggingarverkfræði eða skyldum tæknigreinum
- Haldbær reynsla á sviði mannvirkjagerðar
- Gott skipulag, sjálfstæð og markviss vinnubrögð, ásamt nákvæmni í tæknilegum útfærslum
- Frumkvæði, lausnamiðuð hugsun og geta til að leiða faglegt samstarf
- Mjög góð hæfni í mannlegum samskiptum og reynsla af teymisvinnu
- Góð tölvukunnátta og reynsla af helsta hugbúnaði
- Góð íslensku- og/eða enskukunnátta, í rituðu og töluðu máli
Nánari upplýsingar hjá mannauðsdeild Ístaks í hr@istak.is.