Við leitum að reyndum brunahönnuði til að vera í forsvari fyrir ráðgjöf Verkís um brunahönnun og brunavarnir ásamt því að leiða brunahönnunarteymi okkar. Um er að ræða fjölbreytt og spennandi starf fyrir metnaðarfullan einstakling.
Hlutverk og ábyrgð
- Vera í forsvari fyrir ráðgjöf Verkís í verkefnum á sviði brunahönnunar og brunavarna
- Faglegur leiðtogi brunahönnunarteymis Verkís
- Þátttaka í verkefnaöflun og tilboðsgerð vegna brunahönnunar og brunavarna
- Áætlanagerð og skipulagning verkefnavinnu í samvinnu við stjórnendur
- Verkefnavinna og ráðgjöf tengd brunamálum
Menntunar- og hæfniskröfur
- Meistarapróf í verkfræði
- Sérhæfing í brunatæknilegri hönnun
- Reynsla af brunahönnun mannvirkja
- Ítarleg þekking á lögum og reglum sem gilda um brunavarnir mannvirkja
- Góðir leiðtogahæfileikar
- Gott vald á íslensku og ensku, þekking á Norðurlandamáli er kostur
Umsóknarfrestur er til og með 28. apríl 2025
Nánari upplýsingar veitir Áslaug Ósk Alfreðsdóttir, sérfræðingur í mannauðsmálum, aoa@verkis.is