Við leitum að pottþéttum öryggisstjóra til að hafa umsjón með öryggismálum félagsins og sinna fjölbreyttum og krefjandi verkefnum sem þeim tengjast.
Starfsstöðin er í höfuðstöðvum First Water í Kópavogi en felur einnig í sér vinnu á vettvangi uppbyggingar í Þorlákshöfn.
Helstu verkefni
- Umsjón og eftirlit með öryggismálum félagsins
- Áhættumat og innri úttektir á starfsstöðvum félagsins
- Öryggisnámskeið og fræðsla fyrir starfsfólk í samráði við fræðslustjóra
- Eftirlit með öryggiskerfi og öryggisbúnaði, aðgangsstýringu, brunakerfi, myndavélakerfum og hússtjórnarkerfi.
- Samskipti við lögreglu og aðrar opinberar stofnanir
- Utanumhald, greining og rannsóknir á frávikum og slysum
Menntunar- og hæfniskröfur
- Menntun eða reynsla sem nýtist í starfi
- Þekking eða reynsla af sambærilegum verkefnum er kostur
- Gott vald á ritaðri og talaðri íslensku og ensku
- Frumkvæði, öguð vinnubrögð og greiningarhæfni
- Góðir samskiptahæfileikar og þjónustulund
- Góð almenn tölvukunnátta
Nánari upplýsingar veitir Valgerður María Friðriksdóttir, mannauðsstjóri, valgerdur.fridriksdottir@firstwater.is
Umsóknafrestur er til og með 4. maí
First Water er framsækið íslenskt nýsköpunarfyrirtæki sem vinnur að uppbyggingu laxeldis á landi, og nýtir til þess náttúruauðlindir Íslands á sjálfbæran hátt. Lykillinn að velgengni félagsins mun liggja í mannauði þess og leggur félagið því ríka áherslu á öflugan hóp reynslumikils og drífandi starfsfólks.