Býr laun-afl í þér? Við leitum að nákvæmum og reynslugóðum deildarstjóra launaþjónustu. Tengdu þig við okkur og taktu þátt í að byggja upp trausta undirstöðu þriðju orkuskiptanna.
Menntunar- og hæfniskröfur
Rétta manneskjan í starfið er nákvæm og hefur reynslu af launa- og tímaskráningarkerfum auk þekkingar á kjarasamningum og jafnlaunakerfi. Við leitum að skipulagðri, nákvæmri og sjálfstæðri manneskju sem er lipur í samskiptum og með ríka þjónustulund. Gott er að búa yfir góðu talnalæsi og hafa ánægju af því að vinna með gögn og tölur. Reynsla af mannauðsmálum og þekking á mannauðskerfinu Kjarna er æskileg.
Helstu verkefni og ábyrgð
Starfsfólk okkar vinnur fjölbreytt störf vítt og breitt um landið, deildarstjóri launaþjónustu hefur umsjón með launavinnslu, frágangi launa, umsjón tíma- og launaskráningarkerfa og eftirlit með skráningum í viðverukerfi. Við leitum að þjónustuglaðri manneskju í þetta starf en í því felst þjónusta við bæði starfsfólk okkar og stjórnendur, úrlausn flókinna verkefna og túlkun kjarasamninga. Einnig þarf að vinna greiningar, samantektir og úrvinnslu á sviði kjara- og mannauðsmála.
Rarik er þekkingar- og þjónustufyrirtæki í fararbroddi sem starfar af ábyrgð og nýtir bestu fáanlegu tækni með gagnkvæman hag að leiðarljósi. Hjá okkur gefst starfsfólki tækifæri til að glíma við spennandi og krefjandi verkefni í faglegu umhverfi og vinna með teymi sérfræðinga að því að tryggja trausta undirstöðu fyrir þriðju orkuskiptin á Íslandi.
Staða deildarstjóra launaþjónustu er auglýst án staðsetningar sem þýðir að hægt er að sinna starfinu á einhverri af skrifstofum okkar víðsvegar um land. Við leggjum áherslu á jafnrétti og fjölbreytileika mannauðs og tökum vel á móti alls konar fólki.
Settu þig í samband við Rarik og láttu strauminn rætast!
Nánari upplýsingar
Sverrir Briem – sverrir@hagvangur.is